Áfram Ísland

Það var ánægjulegt að lesa um íslensku stelpurnar sem að unnu sigur í 4. deild Heimsmeistaramótsins í Íshokkí. Það er ekki sjálfgefið að íslensk landslið nái árangri á erlendri grund. Sennilega hafa stelpurnar þurft að vinna hörðum höndum og safna sér fyrir ferðinni sjálfar. Því miður búa íslenskir afreksíþróttamenn við ólíkar aðstæður og fyrirgreiðslu, allt frá því að þurfa að greiða allan útlagðan kostnað sjálfir eða sérsambandið getur borgað brúsann í sumum tilfellum. Því miður er það svo að flest smærri sérsamböndin búa við mjög þröngan kost og hafa úr litlu að spila. Það getur heldur ekki talist eðlilegt að íslenskir afreksíþróttamenn búi við svo þröngan kost að þeir eða foreldrar þeirra þurfi að borga brúsann eins og dæmi sýna. Auðvitað styrkja mörg stórfyrirtæki afreksstarfið en meira þarf til. Það er erfitt fyrir íslenska íþróttamenn að búa við landfræðilega einangrun sem að gerir allt starfið erfiðara og dýrara í framkvæmd. Ferðasjóður íþróttafélaganna var gott skref fram á við til þess að jafna út ferðakostnaðinum en það var heldur hlægilegt að lesa um 8000 kall til glímustelpunnar. Næsta markmiðið hlýtur að vera að fjölga tækifærum íslenskra ungmenna á að keppa á erlendri grund og jafna kostnað sérsambandanna í þessu tilliti fyrst að menn eru á annað borð farnir að beita jöfnuði í íþróttastarfinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband