Macao vekur athygli

Miðvikudaginn 10. mars sl. hitti ég fyrir 5 manna sendinefnd frá Macao, en Macao er eitt af sérstökum sjálfsstjórnarsvæðum Kínverska Alþýðulýðveldisins og fyrrum Portúgölsk nýlenda. Það var mjög sérstakt að ræða við sendinefndina og þá opinberu stefnu sem í lýði er en hún gengur út á að skipuleggja sem flesta alþjóðlega íþróttaviðburði.  Það sem vakti athygli mína var að sendinefndin tjáði mér að þeir hefðu litlar 40 milljónir evra til reiðu árlega. Íþróttayfirvöldin í Macao eru líka draumur margra sem að skipuleggja íþróttakeppnir þar sem að glæsihallir og frábær íþróttamannvirki eru til staðar. Gríðarlegur vöxtur spilavíta og leijastarfssemi ýmis konar er í fyrirrúmi á þessu litla landsvæði, en fregnir segja að þeir hafi vinningin fram yfir Vegas í dag. Veit ekki hvort það er satt en kæmi það ekki á óvart. Burt séð frá spilavítunum þá eru aðstaðan og fjármagnið til staðar og ljóst að menn kappkosta að gera þau sem veglegust. Í Macao hafa menn reist marga Laugardalsvelli án þess að blikna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband