Promote Iceland

Orð forsætisráðherra í hádegisfréttum RÚV segir allt sem segja þarf um stjórnarsamstarfið nú um stundir. Hvernig er það hægt að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ríkisstjórnarinnar haldi öðrum ráðherrum fyrir utan alla umræðu í hinu veigamikla máli um fiskveiðistjórnunarkerfið. Forsætisráðherra sagði beinlínis að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi farið offari í málinu og það virðist sem svo að ráðherrar ríkisstjórnarinnar tali að mestu saman í gegnum fjölmiðla um þessar stundir. Fjölmiðlar spyrja hinsvegar ekki að því hvernig menn geti haldið þessari ríkisstjórn gangandi svo gagn sé af fyrir land og þjóð?

Mikil umræða hefur verið um erlenda fjárfestingu á Íslandi og sýnist þar sitt hverjum. Það virðist eins og menn horfi mjög þröngt á málin og telji að íslenskum hagsmunum sé best borgið ef land og landnýting og umgengi um auðlindirnar séu einungis í höndum innlendra aðila. Eitt af einkennum nýsköpunar er að farnar séu nýjar leiðir með innleiðingu nýrrar hugsunar, umbreyti vöru- og þjónustu eða skapi ný tækifæri með breyttri nýtingu á þeim auðlindum og þekkingu sem til staðar er.

 Eitt af megin verkefnum Íslandsstofu er að markaðssetja land og þjóð með því að skapa ný tækifæri og hvetja til nýrra fjárfestina eins og segir í fyrstu grein um: ,,The Promote Iceland Act’’ en þar segir orðrétt: ,, The objective of this Act is to strengthen Iceland’s image and reputation, enhance the competitive position of Icelandic undertakings on foreign markets and to attract foreign investment and tourists to the country.‘‘

Sjá hér að neðan:

http://www.promoteiceland.is/EN/Promote-Iceland/The-Promote-Iceland-Act/

Nú er spurning hvort að verkefnum Íslandsstofu sé ekki sjálfhætt?  Munum við heyra eitthvað frá forystumönnum Íslandsstofu í málinu og mun þeir svara því hvort að ímynd, orðspor og samkeppnisstaða landsins hafi hlotið af skaða?

Ef mig minnir rétt þá var mikil umræða á Englandi um kaup erlendra aðila á þjóðargersemunum þ.e.a.s. á knattspyrnuklúbbunum og oft spurt hvort að sú þróun hafi verið til góðs :  http://www.channel4.com/news/how-to-buy-a-fooball-club en sá stormur virðist hafa gengið niður og menn bara nokkuð sáttir með erlendu aðilana sem að starfa eftir breskum lögum og reglum í dag en stór hluti þjóðargermsemana er í eigu erlendra aðila en fótboltinn virðist samt þrífast vel og margir enskir og erlendir knattspyrnumenn eru á ofurlaunum og greiða háa skatta til samfélagsins. Hefur knattspyrnan beðið af þessu skaða? Miðað við áhorf og áhuga þá virðist svo ekki vera en neikvæð áhrif eru himinhátt miðaverð en á móti er mikil verslun og viðskipti með varning sem að tengist þessum ágæta leik. Það má horfa á málin frá mörgum hliðum og ljóst að margir vinklar eru á fjárfestingum!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband