Er til betri leið?

Það er klárt mál að auðlegðarskatturinnn kemur sér illa fyrir marga og þá sér í lagi þá einstaklinga sem eru hættir að vinna og sestir í helgan stein en eiga eignir. Sennilega sitja margir eldri borgar í eignum sem þeir eiga skuldlausar og eiga utan þess einhverjar aðrar efnislegar eða óefnislegar eignir sem að taldar eru fram til skatts. Þessir einstaklingar geta lítið ávaxtað sitt pund eins og staðan er í dag og eru í raun að ganga á eignir sínar til þess að standa undir þessum sköttum. Er ekki betri leið að auka verslun og viðskipti og taka hófsama skatta í gegnum verslun og viðskipti og halda þannig efnahagshringrásinni gangandi og stuðla þannig að frekari hagvexti?

Auðvitað eru margar hliðar á þessu máli en hvaða tilgangi þjónar að hegna fólki fyrir að eignast meira en 90 milljónir, sem er svona eins og eitt gott einbýlihús í dag? Virka ekki slíkir skattar letjandi á kraft og frumkvæðni einstaklinga til lengri tíma litið? Ég velti því fyrir mér hvort að það sé verið að innleiða lögmál sem snýst um það að öllum eigi að líða jafnilla!


mbl.is Flytja til að forðast eignaupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

"Socialism is a philosophy of failure, the creed of ignorance, and the gospel of envy, its inherent virtue is the equal sharing of misery."
Winston Churchill

Einfaldasta skýring a því ástandi sem ríkir í íslenskri stjórnarstefnu dagsins í dag

kallpungur, 19.11.2011 kl. 12:55

2 Smámynd: Guðmundur Helgi Þorsteinsson

But in this world nothing can be said to be certain, except death and taxes!
Benjamin Franklin (1706-1790)

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 19.11.2011 kl. 13:15

3 Smámynd: kallpungur

"I contend that for a nation to try to tax itself into prosperity is like a man standing in a bucket and trying to lift himself up by the handle."

Winston Churchill

kallpungur, 19.11.2011 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband