Sagan af refnum og súru berjunum

Auðvitað má Mörður hafa skoðanir á mönnum og málefnum. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn gagnrýni pólitíska andstæðinga. Mörður hefur oft verið skeleggur í framgöngu en kannski breyskur eftir að hafa ekki náð öllum sínum markmiðum eins og dæmi sanna með Þjóðviljann sáluga, bókaútgáfu Máls og Menningar og fyrir það að hafa ekki náð öruggu sæti á Alþingi Íslendinga í síðustu Alþingiskosningum.  Eftir að hafa lesið pistil Marðar þá kemur sagan um refinn og súru berin upp í hugann.

Mörður og félagar hafa sitið að landsstjórninni  síðustu misserin og því á kenningin um ,,hugrænt misræmi‘‘ vel við um Mörð. Það er nefninlega óþæginleg tilfinning sem að verður til þegar að skoðanir og viðhorf einstalings-a stangast á við skoðanir og viðhorf Marðar sjálfs svo að hann verður að kenna öðrum um hvernig tekist hefur til við landsstjórnina.

Dæmisaga Esóps um refinn og súru berin er klassísk í fræðunum. Það vita flestir sem að hafa lesið dæmisöguna að refinn dauðlangar í berin, en því miður nær hann ekki til þeirra. Í stað þess að beina hugsunum sínum í jákvæðan farveg þá telur refurinn sér trú um að berin séu súr og að þau skipti engu máli fyrir hann, og um nokkurs konar yfirfærslu á tilfinningum er að ræða þ.e. neikvæðum tilfinningum er breytt í jákvæðar.

Í dæmi Marðar þá er þetta spurning um hina klassísku yfirfærslu: Þegar ástandið er súrt, dauflegt yfir að litast og trúin á málstaðinn farinn veg veraldar þá verða menn að gefa sig gleðinni á vald og færa hið neikvæða ástand yfir á aðra til þess að skapa jákvæðara andrúmloft í eigin hugarheimi.


mbl.is „Herra Ekkert berst við frú Ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband