Fastur í paradís

Punta Cana

Það er skrýtið að vera landfastur í Dóminikanska Lýðveldinu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Því miður er ekkert við því að gera en hér eru fallegar strendur í Punta Cana og sannkallaður aldingarður þar sem nóg er af öllu. Auðvitað eru þeir sem eru hérna og þekkja mig að kenna mér um þetta allt saman, en þeir segja að núna sé Ísland að beita CASH and ASH áhrifum sínum á alþjóðasamfélagið. Það eru samt ekki uppörvandi fréttir hérna því að menn þurfa að bíða í viku til tíu daga til þess að komast í heimahöfn ef allt gengur samkvæmt áætlun. Það eru reyndar flestir búnir að fá nóg enda búnir að vera hérna í 9 daga vegna stjórnar og framkvæmdarstjórnarfunda. Núna er bara einlæg von að maður komist yfir hafið og heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband