Ríkisstjórn Íslands verður að ganga í takt við vilja þjóðarinnar

 Það er rétt skilið að málið er innanríkismál Íslands en menn verða auðvitað að setja hlutina í samhengi. Engin ríkisstjórn á lýðveldistímanum hefur fengið eins afgerandi skilaboð frá þjóðinni. Auðvitað getur fjármálaráðherra haldið áfram að miðla málum en hann verður að hlusta á vilja þjóðarinnar og stíga gætilega til  jarðar í þeim samskiptum sem framundan eru við Breta og Hollendinga. Þjóðin hefur sagt skýrt NEI - stjórnvöld verða að hugsa næsta leik og ná afgerandi niðurstöðu. Það er ekki óeðlilegt að almenningur velti því fyrir sér hvort að ríkisstjórn Íslands sé í raun umboðslaus í málinu og það þurfi að ná mun breiðari samstöðu um næstu skref og framhjá því geta stjórnvöld ekki litið. Þessi fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla á lýðveldistímum hefur einnig sent stjórnmálaöflum samtímans skilaboð um að það þurfi að auka beina þátttöku landsmanna í lýðræðinu. Við lifum á nýjum tímum þar sem ný gildi og aukin lýðræðisvitund hafa markað djúp spor í samfélaginu. Niðurstaða kosninganna leysa ekki málin, en þau sýna svo ekki verður um villst að þjóðin hefur sent skýr skilaboð og þau eru vantraust á það hvernig haldið hefur verið á málum.

Ég velti því fyrir mér hvort að forystumenn ríkisstjórnar Íslands sem að kusu ekki í þessum kosningum hafi gert stór misstök sem forystumenn á pólitíska sviðinu, orðið uppvísir að pólitískum afglöpum. Tíminn mun leiða í ljós hversu mikil hyggindi það voru að mæta ekki á kjörstað! Hvernig getur fólk kosið leiðtoga sem að snýta lýðræðinu!


mbl.is Aðeins málefni Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband