Standa fyrirtækin undir þessu?

Dagurinn var án efa erfiður mörgum íslenskum fyrirtækjum og þar skiptir stærðin ekki máli. Nýtt tryggingagjald var á eindaga í dag 15. febrúar og það má með sanni segja að atvinnurekendur hafi verið bollaðir í dag. Tryggingagjaldið hefur hækkað á innan við ári um rúmlega 60% og það þýðir að fyrirtæki í rekstri sem að greiddi eina milljón í trygginagjöld af launum starfsmanna sinna þarf um þessi mánaðarmót að greiða rúmlega eina milljón og sexhundruð þúsund þ.e. ef laun og starfsmannafjöldi er sá sami og áður. Ég velti því fyrir mér hvort að íslensk fyrirtæki geti búið til þá verðmætaaukningu sem þarf til þess að standa undir þessum álögum. Að endingu fer þetta allt út í verðlagið og þann spírall þekkja flestir. Ég velti því lika fyrir mér hvort við eigum eftir að sjá aukningu í verktöku hjá einstaklingum.

Helstu upplýsingar um breytta skattlagningu má finna hér undir þessum tengli: http://www.rsk.is/fagadilar/breytskattl

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband