Sagan af refnum og súru berjunum

Auðvitað má Mörður hafa skoðanir á mönnum og málefnum. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn gagnrýni pólitíska andstæðinga. Mörður hefur oft verið skeleggur í framgöngu en kannski breyskur eftir að hafa ekki náð öllum sínum markmiðum eins og dæmi sanna með Þjóðviljann sáluga, bókaútgáfu Máls og Menningar og fyrir það að hafa ekki náð öruggu sæti á Alþingi Íslendinga í síðustu Alþingiskosningum.  Eftir að hafa lesið pistil Marðar þá kemur sagan um refinn og súru berin upp í hugann.

Mörður og félagar hafa sitið að landsstjórninni  síðustu misserin og því á kenningin um ,,hugrænt misræmi‘‘ vel við um Mörð. Það er nefninlega óþæginleg tilfinning sem að verður til þegar að skoðanir og viðhorf einstalings-a stangast á við skoðanir og viðhorf Marðar sjálfs svo að hann verður að kenna öðrum um hvernig tekist hefur til við landsstjórnina.

Dæmisaga Esóps um refinn og súru berin er klassísk í fræðunum. Það vita flestir sem að hafa lesið dæmisöguna að refinn dauðlangar í berin, en því miður nær hann ekki til þeirra. Í stað þess að beina hugsunum sínum í jákvæðan farveg þá telur refurinn sér trú um að berin séu súr og að þau skipti engu máli fyrir hann, og um nokkurs konar yfirfærslu á tilfinningum er að ræða þ.e. neikvæðum tilfinningum er breytt í jákvæðar.

Í dæmi Marðar þá er þetta spurning um hina klassísku yfirfærslu: Þegar ástandið er súrt, dauflegt yfir að litast og trúin á málstaðinn farinn veg veraldar þá verða menn að gefa sig gleðinni á vald og færa hið neikvæða ástand yfir á aðra til þess að skapa jákvæðara andrúmloft í eigin hugarheimi.


mbl.is „Herra Ekkert berst við frú Ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær árangur

Í einu orði sagt frábær árangur! Það er ekki sjálfgefið að íslenskir íþróttamenn komist í efstu þrep á alþjóðlegum mótum. Ólympíuleikar eru að verða keppni hinna stóru þjóða og það er sífellt að verða erfiðara fyrir smærri þjóðir að keppa við íþróttamenn frá löndum sem að fá borgað fyrir að æfa og keppa. Til hamingju Þormóður!


mbl.is Þormóður fékk silfur á heimsbikarmóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SOCIAL DUMPING

Það er gott að þetta mál leystist farsællega. Ég ritaði nokkrar línur um ,,social dumping''. Þetta fyrirbæri er reyndar vel þekkt og þekkist enn eins og dæmin sanna:

http://www.phoenix.blog.is/blog/phoenix/entry/1200007/

 

 


mbl.is Fá launaleiðréttingu í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr eldhúsinu

Mikil umræða hefur verið um landsfund VG nú um helgina og sér í lagi var umræðan einatt um að hlúa að velferðarkerfinu. Sjá hér: http://www.visir.is/hvert-stefnir-vg--/article/2011710299983 Innan úr eldhúsinu heyrðist: ,,Er þetta grín!" Er þetta það sem að kemur úr smiðju flokks sem að hefur tökin í landsmálunum nú um stundir og hefur staðið fyrir hvað mestum niðurskurði frá því að Ingólfur nam land.


Social dumping

Ég átti áhugavert samtal við svissneskan verkfræðing í dag sem að tjáði mér að mörg svissnesk fyrirtæki væru farin að sækja ódýra verkfræðinga til Spánar enda eru þeir margfalt ódýrari en þeir svissnesku. Það er ekkert nýtt að stórfyrirtæki sæki vel menntað vinnuafl til lands sem að hefur gnægð af ódýru en vel menntuðu fólki, enda skapar slíkt meiri arð fyrir fyrirtækið og lækkar að auki launakostnað þess. Hugtakið ,,social dumping'' í Bretlandi hefur m.a. leitt til þess að stórar fyrirtækjasamsteypur hafa á síðustu árum sótt mikið af ódýru erlendu vinnuafli, t.a.m. frá Póllandi eins og þekkt er. Það má segja að Íslendingar séu orðnir Pólverjar norðursins og gott dæmi um ,,social dumping" enda leysa þeir af í vissum tilvikum dýrara vinnuafl af hólmi í nágrannalöndunum. Hér að neðan er hugtakið social dumping útskýrt:

http://www.eurofound.europa.eu/areas/industrialrelations/dictionary/definitions/SOCIALDUMPING.htm


Verði ljós með Solar Demi!

Nýsköpun og sköpunargáfa!

Það er ekki hægt annað en að dást að þessum góða manni. Vinsamlega sjáið með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Skapandi hugsun getur breytt aðstæðum:

http://www.youtube.com/watch?v=JOl4vwhwkW8&feature=share

Snilligáfa er aðeins einstökum gefin?


Geta vefmiðlarnir gert betur?

Það er oft gott að fylgjast með fjölmiðlaumræðunni utan frá og þá sér í lagi að fylgjast með vefmiðlunum sem eiga að vera kvikir og lifandi og taka púlsinn á því sem er að gerast. Ég veit ekki hvort að það sé einungis tilfinning eða hvort að það sé eins og gagnrýnin hugsun og frumkvæði hafi horfið af sjónarsviðinu hjá þeim vefmiðlum sem að kenna sig við miðlun frétta og fróðleiks. Það þarf ekki annað en að fara á milli helstu vefmiðla til þess að sjá að iðuglega haga þeir sér alveg eins og flytja fréttir af því sama og oftast eru ýmsar fréttir afritaðar beint á milli miðla, t.d. skrifar mbl.is einhverja frétt og hún er skömmu seinna komin á pressuna.is o.s.frv. o.s.frv.

Ég velti því fyrir mér hvort að metnaðurinn hafi horfið og þá sér í lagi gagnrýnin hugsun á þessum miðlum? Er þetta vegna niðurskurðar? Einnig virðast mér flestir vefmiðlarnir vera dauðir yfir helgar og lítið um nýjar fréttir og því lítið annað að gera en fylgjast með erlendu miðlunum. Það væri gaman að heyra hvort að fleiri hafa sömu tilfinninguna í þessu efni?


Gott mál

Gott mál að samningar náðust en það er spurning hvert reikningurinn verður sendur? Mörg bæjar- og sveitarfélög standa illa en það er lítið ráðrúm til þess að mæta auknum launahækkunum og ljóst að margir hópar hugsa sér gott til glóðarinnar í framhaldinu. Ein leið til þess að mæta núverandi launahækkunum er að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir hana en auðvitað verða misjafnar skoðanir á því eins og öðru. Aukin verðbólga og hækkandi verðlag mun leiða til þess að fólk mun fara fram á hækkanir á sínum launum á næstu mánuðum. Niðurstaðan hlýtur að teljast rós í hnappgat Haraldar sem virðist hafa komið með ferska vinda inn í sitt stéttarfélag, og ljóst að hann er liðtækur á fleira en trommukjuðana.


mbl.is Þakklátur fyrir samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að treysta á aðra

Það er ljóst að margir einstaklingar og fyrirtæki hafa farið illa út úr því að missa gamla viðskiptabankann og samskiptin ekki upp á það besta eins og fréttin greinir frá. Fall íslensku bankanna kallaði ekki eingöngu fram tap á fjármunum heldur töpuðust mikilvæg viðskiptatengsl og traust sem áður hafði verið byggt upp. Það sem áður þótti smámál virðist vera orðið að stórmáli í dag og er kannski tákn um breytta tíma, tíma sem einkennast af meiri hörku og minna af traustum samskiptum og skilningi á milli aðila.


mbl.is Furða sig á framkomu bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerir kreppan greinarmun?

Þau verða að teljast heldur óheppileg ummæli fjármálaráðherra þegar að hann segir að ,,það hefur orðið mikill eignabruni, ekki samt hjá venjulegi fólki". Er staðreyndin ekki sú að afleiðing fjármálakreppunar og hin stórkostlega ,,gengisfelling'' árið 2008 hefur einmitt hvað mest áhrif á venjulegt fólk, fjölskyldur þessar lands, beint eða óbeint? Voru litlu hluthafarnir í bökunum og þeir sem að settu hluta af sínum sparnaði í hlutabréf og töpuðu öllu sínu ekki venjulegt fólk? Hagfræðin gerir ekki mun á venjulegu og óvenjulegi fólki þegar kreppan á í hlut, eða hvað? Þegar einhverjir tapa í þjóðfélaginu þá verða menn að horfa á heildaráhrifin. Það er varhugavert þegar að kjörnir fulltrúar senda vanhugsuð ,,skilaboð'' út í samfélagið. Blaðamenn verða líka að kunna að bregðast við svona ummælum og krefjast svara við svona málflutningi. Þetta væri eins og ríki maðurinn segði að hann legði mun meira til þjóðarframleiðslunnar heldur en sá fátæki og þar með væri sá fátæki ekki ,,venjulegur maður" í samanburði við hann. Annars kann ég vel við Steingrím, á meðal ,,venjulegs fólks".
mbl.is „Ekki hjá venjulegu fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband